twitter linkedin facebook instagram rss
fyrir öll x

Fyrir öll x er opin og frjáls rökfræðibók á íslensku fyrir byrjendur. Hún er byggð á forallx eftir P.D. Magnus og endurbættri útgáfu sömu bókar, forallx: Cambridge, eftir Tim Button. Bókin er aðgengileg á .pdf-formi hér.

Meðal efnis eru þýðingar yfir á mál setninga- og umsagnarökfræði, ýmis mikilvæg rökfræðihugtök, svo sem gildi, rökfræðileg afleiðing, mótsagnir, klifanir, o.f.l., auk sannanna.


Bókin var unnin sem sérverkefni innan Háskóla Íslands með styrk frá Vinnumálastofnun og er birt án endurgjalds undir Creative Commons-leyfi (CC BY 4.0; allar upplýsingar um leyfið eru aðgengilegar á creativecommons.org/licenses/by/4.0/).

Háskólanum og Vinnumálastofnun eru færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.